UM OKKUR

Vagnbjörg Magnúsdóttir, lauk meistaragráðu í fíknifræðum frá Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies í Minnesota árið 2018. Í náminu var meðal annars lögð áhersla á að greina með ítarlegum hætti fíknihegðun skjólstæðinga með DSM-5 til hliðsjónar sem og að skima fyrir áfallastreitu, þunglyndi, kvíða og öðrum geðröskunum með það fyrir sjónum að veita bestu mögulegu meðferð hjá viðurkenndum aðilum svo sem hjá sálfræðingum og geðlæknum til viðbótar við fíknifræðinga. Ásamt bóklegu námi í fíknifræðum var lögð rík áhersla á klíníska reynslu jafnhliða námi sem fór fram inni á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni. Vagnbjörg er einnig með B.Ed. próf í Grunnskólakennarafræði frá Háskóla Íslands.

Árið 2023 lauk Vagnbjörg meistaragráðu í Heilbrigðisvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi og áfallamiðaða meðferð í Háskólanum á Akureyri. Í námi sínu lagði hún áherslu á að skilja áhrif og afleiðingar þess að alast upp við fíknivanda sem flokkast undir tengslaáföll (e. relational trauma) með það fyrir sjónum að dýpka skilning á áhrifum þess konar áfalla á líkamlegan, tilfinningalegan og félagslegan þroska einstaklings.

Til viðbótar er Vagnbjörg í 200 klst. þjálfun í fíkni- og áfallameðferð (Certified Trauma Therapist) í Bandaríkjunum hjá The spirit2spirit og The Guesthouse Ocala.

Vagnbjörg stofnaði Vörðuna í mars 2020. Hún býður upp á einstaklingsmeðferð, hópavinnu, námskeið, vinnustofur, fræðslu og fyrirlestra.

Námskeið og framhaldsmenntun

Vagnbjörg Magnúsdóttir

Fíknifræðingur MA
Heilbrigðisvísindi MS
Sálræn áföll og ofbeldi

vagna@vardan.is

844 8107

Berglind lauk Mastersgráðu í fjölskyldu- og hjónabandsfræðum frá Saint Mary’s University of Minnesota sumarið 2014. Í lokaritgerð sinni fjallaði Berglind um áhrif geð- og fíkniraskanna foreldra á börn þeirra. Meðfram námi í fjölskyldufræðum var Berglind í starfsþjálfun á unglingageðdeild Minneapolis Fairview Hospital. Þar öðlaðist hún þjálfun í að starfa með unglingum sem voru að fást við geð– og fíkniraskanir. Fljótlega eftir nám hélt hún áfram að starfa með unglingum á aldrinum 12-18 sem glímdu við ofangreindar raskanir hjá Options Family & Behavior Services sem Mental Health Practitioner.

Berglind sérhæfði sig í aðferðarfræðum Gottman Institute, nánar tiltekið “The Seven Principles for Making Marriage Work.” Aðferðin byggir á vísindalegum og margreyndum aðferðum við að hjálpa hjónum að snúa við neikvæðu samskiptarmynstri og temja sér uppbyggilegar samskiptaleiðir sem styrkja hjónabandið. Berglind sérhæft sig í Couples and addiction hjá Gottman hjónunum, auk endurmenntunar í Sálrænum áföllum, ofbeldi og áfallamiðaðri meðferð. Berglind stundaði nám í dáleiðslu í Bandaríkjunum auk áfallamiðaðri meðferðarfræði hjá Bessel Van Der Kolk – The body keeps the score sem leggur áherslu á áfallakerfi líkamans. Berglind stundaði nám í fíknifræðum í Metropolitan State University frá 2011 til 2012. Berglind er auk þess með B.Ed frá Háskóla Ísland.

Berglind er meðstofnandi Vörðunnar. Hún býður upp á fjölskyldu- og parameðferð, einstaklingsmeðferð, námskeið, fræðslu og fyrirlestra.

Námskeið og framhaldsmenntun

Berglind Ólafsdóttir

Fjölskyldufræðingur MA

berglind@vardan.is

823 2359

Guðrún Jóhannsdóttir, lauk Mastersgráðu í Fíknifræðum frá Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies í Minnesota árið 2018. Í náminu var meðal annars áhersla á að greina með ítarlegum hætti fíknihegðun skjólstæðinga með DSM5 til hliðsjónar sem og að skima fyrir áfallastreitu, þunglyndi, kvíða og öðrum geðröskunum með það fyrir sjónum að veita bestu mögulegu meðferð hjá viðurkenndum aðilum svo sem hjá sálfræðingum og geðlæknum til viðbótar við fíknifræðinga. Ásamt bóklegu námi í fíknifræðum var lögð rík áhersla á klíníska reynslu jafnhliða námi sem fór fram inni á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni. Guðrún er einnig með B.Ed. próf í Grunnskólakennarafræði og B.A. próf í Félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Guðrún gekk til liðs við Vörðuna í júlí 2020. 

Guðrún býður upp á einstaklingsmeðferð, hóp-meðferð, námskeið og fyrirlestra. 

Námskeið og framhaldsmenntun

Guðrún Jóhannsdóttir

Fíknifræðingur MA

gudrun@vardan.is

820 0688

Guðrún Magnúsdóttir, Gunný, lauk Mastersgráðu í Fíknifræðum frá Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies í Minnesota árið 2018. Í náminu var meðal annars áhersla á að greina með ítarlegum hætti fíknihegðun skjólstæðinga með DSM5 til hliðsjónar sem og að skima fyrir áfallastreitu, þunglyndi, kvíða og öðrum geðröskunum með það fyrir sjónum að veita bestu mögulegu meðferð hjá viðurkenndum aðilum svo sem hjá sálfræðingum og geðlæknum til viðbótar við fíknifræðinga. Ásamt bóklegu námi í fíknifræðum var lögð rík áhersla á klíníska reynslu jafnhliða námi sem fór fram inni á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni. Gunný er einnig með B.A. og M.A. próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Gunný gekk til liðs við Vörðuna í júlí 2020.

Gunný býður upp á einstaklingsmeðferð, hópmeðferð, námskeið og fyrirlestra.

Námskeið og framhaldsmenntun

Guðrún Magnúsdóttir

Fíknifræðingur MA

gunny@vardan.is

824 8894